Frekari upplýsingar fyrir leikmenn U20

 
 Til leikmanna U20 landsliðs Íslands í íshokkí.
 
 
Senn líður að Heimsmeistaramótinu í Miercurea Ciuc í Rúmeníu en keppnin mun fara fram dagana 11. des 17. des 2006.  Ferðalagið hefst laugardaginn 9. des og er mikilvægt  að allir mæti stundvíslega því farangur er mikill og alla verður að tékka inn í einu, sem hóp.


 
Mæting verður á Keflavíkurflugvöll kl. 05:45 laugardaginn 9. desember.  Flogið verður til Parísar og þar verður um 4 klst bið áður en haldir verður áfram til Búkarest í Rúmeníu.  Áætlaður lendingartími í Búkarest er kl. 20:20 um kvöldið.  Þá tekur við um 5 klst. rútuferð á áfangastað í norður Rúmeníu.
 
Á leiðinni til baka verður brottför frá hótelinu um kl. 03:00 um nóttina en flugið er kl. 10:00 að morgni mánudagsins 18. desember.  Þaðan verður flogið til London, hlaupið á milli flugvéla og þaðan áfram heim.  Áætlaður lendingartími hér heima er kl. 16:00.  Flugáætlun með flugnúmerum má sjá hér að neðan.
 
FI 542  09DEC  KEFCDG         0750 1210
RO384 09DEC  CDGOTP         1620 2020
RO391 18DEC  OTPLHR         1000 1130
FI 451  18DEC  LHRKEF         1300 1600

 
 
ÁRÍÐANDI
Mjög áríðandi er að allir leikmenn hafi nýjustu útgáfu af íslensku vegabréfi þetta flýtir mjög fyrir allri afgreiðslu þar sem að eldri tegundir af vegabréfum lenda í nákvæmari skoðunum.

Hótel:

Fenyo Hunguest Hotel
RO-530132, Csíkszereda,
N. Bălcescu utca 11.
Tel.: +40 266 311 493,

fax: +40 0266 372 181
email: reserve@hunguest-fenyo.ro
 

ÍHÍ gengur frá örorku og líftryggingu fyrir allt liðið áður en haldið auk þess sem farangurstryggingar eru frágengnar.

 
Hafið eftirfarandi í huga:
 
 • Gætið vel að gildistíma vegabréfs.
 
 • Gætið þess að halda magni farangurs í hófi, óþarfa yfirvikt skapar óþarfa vandræði.  Takið einungis það nauðsynlegasta. Það eru leyfð 30 kíló á mann á meðaltali á hópinn. Lesið vel reglur um hertar öryggiskröfur sem eru neðar í skjalinu.

 • Hafið allan útbúnað á hreinu fyrir brottför, hokkíútbúnaður eða varahlutir fást ekki nema í mjög takmörkuðum mæli á keppnisstað.  Hafið skautana vel skerpta því forðast ber að láta skautana í hendur gestgjafanna leitið með þá til Sigurjón tækjastjóra ef þið þurfið aðstoð.

 • Gjaldmiðill í Rúmeníu er Lei  1 IKR = 380 Lei - en bæði Evrur og dollarar ganga og er auðvelt að skipta.
 
 • GSM samband er gott í Rúmeníu en símtöl eru mjög dýr.

 • Leikmenn fá úthlutað keppnisskyrtum ásamt sokkum og skulu sjá vandlega um það meðan á keppni stendur.  Keppnisbúningur skal vera snyrtilegur og skilað í lok móts.  Keppnispeysur, sokkar og yfirbuxur eru ekki viðskiptavara þær eru eign Íshokkísambands Íslands.

 • Sú hefð hefur verið ríkjandi að leikmenn landsliðsins klæðist snyrtilegum fötum, fínum buxum og skyrtu auk þess sem leikmenn fá jakka merkta landsliðinu
 
 • Leikmenn íslenska landsliðsins notast ekki við tóbak og láta aldrei sjá sig með slíkt.  Verði leikmenn uppvísir að brotum á þessum reglum munu þeir eiga á hættu að missa sæti sitt í liðinu.

 • Leikmenn mega vænta þess að vera teknir í lyfjapróf erlendis.  Noti leikmenn einhver lyf að staðaldri eða tímabundið skal viðkomandi fara yfir þau mál með lækni liðsins Dr. Gauta Arnþórssyni eða fararstjórum.  Hafi leikmaður neytt einhverra ólöglegra lyfja sem gætu komið fram á lyfjaprófi skal hann draga sig úr landsliðinu strax.  Athugið að kannabisefni og önnur efni notuð til dægradvalar koma fram á lyfjaprófum.  Verði leikmaður uppvís að slíku hátterni, sem skaðað gæti heiður landsliðs Íslands, verður viðkomandi settur í ævilangt bann frá liðinu.

 • Leikmenn skulu haga sér innan vallar og utan, sem verðugir fulltrúar þjóðarinnar.
 

Fararstjóri:
Jón Heiðar Rúnarsson                           Sími 892 2147              jonheidarr@simnet.is
 
Aðrir í fararstjórn eru:
Magnús Sigurbjörnsson
Gauti Arnþórsson læknir
Sigurjón Sigurðsson tæknistjóri
 
 
Þjálfarar:
Ed Maggiacomo aðalþjáfari
Helgi Páll Þórisson aðstoðarþjálfari
 
 
                                             
 
Leikir íslenska liðsins  
 

11.12.2006  - kl 17:00
Ísland - Spánn
 
12.12.2006 kl 13:30
Ástralía Ísland
14.12.2006 kl 17:00
Króatía - Ísland  
 
15.12.2006 kl 13:30
Ísland - Ungverjarland
 
17.12.2006 20:30
Rúmenía - Ísland


 
 
Muna eftir:
 
Vegabréfinu (nýju útgáfunni)
snyrtilegum klæðnaði
hokkítape
legghlífatape (glært eða hvítt)
 
2-3 kylfur
yfirfara og skerpa skauta
Gjaldeyrir
og síðast en ekki síst
góða skapið.
 

AGAREGLUR
ÍHÍ
 
Stjórn Íshokkísambands Íslands ÍHÍ hefur sett þeim sem keppa fyrir Íslands hönd agareglur.  Agareglur þessar eiga við í öllum keppnum og keppnisferðum sem ÍHÍ stendur fyrir hvort sem er á innlendri eða erlendri grund.
 
 
Leikmenn sem njóta þess heiðurs að leika fyrir Íslands hönd skulu ávallt:
 
1.             Sýna háttvísi og prúðmennsku jafnt innan vallar sem utan.  Við sýnum samherjum, mótherjum, dómurum og öllu starfsfólki liða og leiksins okkar ávallt fyllstu kurteisi
 
2.             Við erum snyrtileg til fara.
 
3.             Við erum stundvís.
 
4.             Við förum í einu og öllu eftir þeim fyrirmælum sem fararstjórn og þjálfarar setja.
 
5.             Við virðum fyrirmæli fararstjórnar og þjálfara varðandi svefn og hvíldartíma.
 
6.             Umgengni á hótel herbergjum og framkoma við starfsfólk hótela skal vera til fyrirmyndar.
 
7.             Umgengni í búningsherbergjum skal ávallt vera eins snyrtileg og frekast er unnt.
 
8.             Öll notkun tóbaks er bönnuð opinberlega.
 
9.             Neysla vímuefna er stranglega bönnuð.
 
10.         Athugið að áríðandi er að engin lyf séu tekin inn á meðan á ferð stendur nema samkvæmt læknisráði eða í fullu samráði við lækni liðsins.
 
Verði brot á reglum þessum skal viðkomandi umsvifalaust vikið úr liðinu og ef agabrotið telst alvarlegt að mati fararstjórnar, verður viðkomandi aðili sendur heim á eigin kostnað.
 

Hertar öryggisreglur á flugvöllum
Takmörkun á vökva í gegnum öryggisleitSpurt og svarað

Hvenær taka nýjar reglur gildi?
6. nóvember 2006

Hverjar eru nýju reglurnar?
Farþegum er einungis leyfilegt að hafa takmarkaðann vökva í gegnum öryggisleit / í handfarangri

Hvað er handfarangur?
Farangur sem farþegum er heimilt að bera um borð í flugvélar.

Hvaða vökva og hversu mikinn vökva má ferðast með í handfarangri?

Vökva má ferðast með í handfarangri að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:

Hver eining umbúða má að hámarki rúma 100 millilítra (1dl) af vökva.
 •  Allar umbúðirnar verða að rúmast í gegnsæjum eins (1) lítra plastpoka sem hægt er að loka með plastrennilás.
 •  Hverjum farþega er heimilt að hafa með sér einn poka.
 •  Með umbúðum er átt við flöskur, túpur, hylki og annað sem getur innihaldið vökva.  
 •  Gosflöskur og dósir eru flestar stærri en 100 ml (1dl) og eru því ekki leyfðar inn fyrir öryggishlið.
Get ég tekið lyf, barnamat eða matvæli með mér í handfarangri?
Já hafa má með sér:
 • Lyf merkt notanda í magni sem dugir meðan á flugferð stendur
 • Barnamat
 • Matvæli vegna sérstaks mataræðis

  Farþegi gæti þurft að færa sönnur á innihald óski öryggisverðir eftir því.
Hvað er vökvi?
Allur vökvi, gel, krem, smyrsl, úðaefni, o.s.frv. hvort sem er í flöskum, þrýstibrúsum, túpum eða öðrum umbúðum.

Algengir hlutir, sem fólk hefur með sér og flokkast undir vökva, eru: gos, áfengi, ilmvatn, rakakrem, tannkrem, varagloss, hárlakk, sápur, sjampó svo eitthvað sé nefnt.

Má ég taka drykkjarföng í gegnum öryggisleit?
Nei engin drykkjarföng eru leyfð í gegnum öryggisleit en farþegar geta keypt drykkjarföng þegar komið er í gegnum öryggisleit.

Má ég taka matvöru í gegnum öryggisleit?
Já leyfilegt er að taka matvöru í gegnum öryggisleit. Matvara í vökvakenndu formi að hámarki 100 ml. og þarf að vera í 1 lítra plastpoka sem hægt er að loka með plastrennilás.

Má ég taka linsuvökva í gegnum öryggisleit?
Já þú mátt taka linsuvökva í gegnum öryggisleit að hámarki 100 millilítra (1dl). Linsuvökvinn þarf að vera í 1 lítra plastpoka sem hægt er að loka með plastrennilás.

Má ég taka púður með í gegnum öryggisleit?
Já allar snyrtivörur sem eru í föstu formi, þar með talið púður og varalitir.

Má ég taka batterí með í gegnum öryggisleit?


Get ég keypt snyrtivörur, drykki og annan vökvakenndan mat eftir öryggisleit?
Já þú getur verslað allan vökva eftir öryggisleit og tekið hann með þér um borð

Hvað er innritaður farangur?
Farangur sem er innritaður hjá flugrekenda og fer í lest flugvélar.

Hvað verð ég að gera áður en ég mæti til innritunar í brottfararsal flugstöðvar?

Þegar pakkað er niður fyrir ferðalag ætti að hafa í huga að snyrtitöskum, tannkremi, hárvörum, ilmvatnsglösum, kremi, rakspíra, svitalyktareyði, sápum, raksápu og öðrum sambærilegum hlutum er best fyrir komið í innrituðum farangri.

Mundu að pakka einnig hlutum í innritunarfarangur sem ekki eru leyfðir í handfarangri. Hlutir eins og skæri, naglaþjalir og vasahnífar verða að fara í innritaðan farangur. Ef slíkir hlutir finnast í handfarangri við öryggisskoðun er farþeganum undantekningarlaust meinað að halda áfram með hlutinn í gegnum öryggishlið.

Hvernig get ég flýtt fyrir öryggisleit? 
Vertu tilbúin(n) að sýna öryggisvörðum ferðaskjöl/brottfararspjald og/eða skilríki/vegabréf til skoðunar. 

Vertu tilbúin(n) að setja handfarangur í plastbakka við færibandið fyrir framan gegnumlýsingarvél séu þeir fyrir hendi.

Vertu búin(n) að:  
taka plastpokann með vökvunum úr handfarangri
taka fartölvu og önnur stærri rafmagnstæki úr tösku
fara úr yfirhöfn, jakka, taka af þér belti og tæma vasa

Þessa hluti skal skima sérstaklega

Hvað gerist ef bannaðir hlutir finnast í handfarangri?
Ef bannaðir hlutir (t.d. oddhvassir hlutir, vökvar í stærri umbúðum en 100 ml) finnast við öryggisleit fær farþeginn ekki að fara með þá inn fyrir öryggishlið.

Þegar farþegi er kominn í öryggisleit er of seint að koma bönnuðum hlutum fyrir í áður innrituðum farangri. Aðstaða til að geyma bannaða hluti er ekki fyrir hendi í flugstöðvum á Íslandi.

Get ég verslað vökva á brottfararsvæði Flugstöðvarinnar?

Farþegar geta eftir sem áður keypt allan vökva og aðrar vörur innan biðsvæðis flugstöðva Evrópska Efnahagssvæðisins, en vörur sem seldar eru á því svæði hafa sætt sérstakri skoðun.

Þarf að innsigla vökva sem keyptur er á brottfararsvæði Flugstöðvarinnar?
Ef flogið er beint á áfangastað frá Íslandi má vera með allan vökva í handfarangri sem keyptur er á biðsvæðinu. Ef farið er í tengiflug skoðið eftirfarandi reglur vandlega:

Flug frá Íslandi
til ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins með tengiflugi.

Vökvi, sem keyptur er í verslun eftir að farið er í gegnum öryggisskoðun eða um borð í flugvél, skal vera í poka innsigluðum af þeirri verslun þar sem varan var keypt þar til á áfangastað er komið. 

Þegar farið er í gegnum öryggisskoðun í því landi, sem tengiflug á sér stað, verður að framvísa kvittun sem staðfestir innihald pokans og kaup þennan dag við öryggishlið sé þess óskað.

Í þeim tilvikum þar sem farþegar ná í innritaðan farangur áður en haldið er áfram í tengiflug, eða farangur hefur ekki verið innritaður alla leið, er vörunum best fyrir komið í farangri sem ætlaður er til innritunar.

Flug frá Íslandi
til Norður-Ameríku (Bandaríkjanna/Kanada) með tengiflugi.


Vökva, sem keyptur er í verslun eftir að farið er í gegnum öryggisskoðun eða um borð í flugvél, verður að setja í innritaðan farangur áður en haldið er áfram í  tengiflug.

Tækifæri til þess gefst eftir að farþegar hafa farið í gegnum tollskoðun við komuna í flugstöð í Norður-Ameríku (Bandaríkjunum/Kanada).

Flug til Íslands
frá Norður-Ameríku (Bandaríkjunum/Kanada) og öðrum ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins.


Vökva, sem keyptur er áður en farþegi innritar sig í flug, skal koma fyrir í innritunarfarangri.

Ekki er heimilt að fara með vökva í handfarangri sem keyptur er í verslunum eftir að farið er í gegnum öryggisskoðun í Norður-Ameríku (Bandaríkjunum/Kanada) og öðrum ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins inn í flugstöð á Íslandi jafnvel þótt hann sé í innsigluðum umbúðum.

Heimilt er að fara með vökva sem keyptur er um borð í flugvél skráðri í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins inn í flugstöð á Íslandi ef varan er í innsigluðum poka. Farþegi verður einnig að geta framvísað kvittun sem staðfestir innihald pokans og kaupdagsetningu sé þess óskað af öryggisvörðum.

Athugið að þegar vökvi hefur verið settur í innsiglaða poka af viðkomandi verslun má ekki rjúfa innsiglið á meðan farþegi er staddur í flugstöð eða á ferð í flugvél. Ef farþegi sætir öryggisskoðun áður en komið er út úr flugstöð og innsigli pokans hefur verið rofið er farþega ekki heimilt að fara með vökvann í gegnum öryggiseftirlit.

Hvað má ekki ferðast með?
Sprengiefni, eldfimar gastegundir, eldfima vökva, tærandi efni, eitur og hættuleg efni, geislavirk efni, eyðandi efni, segulmagnaða hluti og svæfingarefni.