Fargjald - greiðsla.

Ágætu landsliðsmenn og foreldrar, nú er komið að því að greiða farið fyrir ferðina til Rúmeníu. Fargjaldið er einsog áður sagði kr. 64.000.-  Hægt er að greiða á tvennan máta, þ.e annarsvegar með millifærslu en hinsvegar með millifærslu að hluta og eftirstöðvar með kreditkortgreiðslu. Ef greiða á með millifærslu þá eru þetta þær upplýsingar sem þið þurfið.
 
Kt: 560895-2329
Reikningsnúmer: 101-26-560895
 
Mikilvægt er að ef það er ekki leikmaðurinn sjálfur sem millifærir að sett sé skýring í millifærslunni um fyrir hvern er verið að greiða.
 
Ef greitt er með millifærslu að hluta og kreditkorti að hluta verður fólk að hafa samband við Hallmund á skrifstofu til að ganga frá greiðslu. Þess má geta að 2% gjald bætist við þá upphæð sem greidd er með kreditkorti. Síminn hjá Hallmundi er 822-5338.

Mikilvægt er að gengið sé frá greiðslu fyrir brottför.