Landslið U20 valið

Ed Maggiacomo þjálfari U20 ára landsliðs Íslands hefur valið hópinn sem halda mun utan til Rúmeníu í næsta mánuði til keppni í 2. deild Heimsmeistaramótsins í Íshokkí.

Markmenn
Ingi Ólafsson - Björninn
Aron Stefánsson - SR

Varnarmenn

Birkir Árnason - SA
Vilhelm Bjarnason - Björninn
Patrick Eriksson - IK Nykoping
Orri Blöndal - SA
Sigurður Árnason - SA
Kópur Guðjónsson - Björninn

Framherjar

Úlfar Andrésson - SR
Gauti Þormóðsson - SR
Egill Þormóðsson - SR
Gunnar Guðmundsson - Björninn
Steinar Páll Veigarsson - SR
Emil Alengard - IK Linköping
Einar Valentine - SA
Matthías Sigurðsson - Björninn
Þorsteinn Björnsson - SR
Sindri Björnsson - SA
Pétur Maack - SR
Sigmundur Sveinsson - SA

Hér er um að ræða góðan leikmannahóp sem án ef eftir að gera góða hluti í Rúmeníu á aðventunni. Í hópnum eru þrír nýliðar en það eru þeir Ingi Ólafsson markmaður, Sigmundur Sveinsson og Kópur Guðjónsson varnarmaður.

Tveir leikmenn eru búsettir í Svíþjóð og hafa búið allan sinn hokkíferil þar, þeir Patrick Eriksson og Emil Alengard, báðir lykilmenn í vörn og sókn. Svo er gaman nefna það að í hópnum eru tvö pör af bræðrum, annars vegar norðlensku varnarturnarnir Birkir og Sigurður Árnasynir og hins vegar hinir mjög svo skæðu sóknarbræður af Suðurlandinu Gauti og Egill Þormóðssynir.