Ferðaáætlun liðsins

Nú hefur flugið verð bókað og staðfest og ferðatilhögun verður því með eftirfarandi hætti.
Mæting verður á Keflavíkurflugvöll kl. 05:45 laugardaginn 9. desember.  Flogið verður til Parísar og þar verður um 4 klst bið áður en haldir verður áfram til Búkarest í Rúmeníu.  Áætlaður lendingartími í Búkarest er kl. 20:20 um kvöldið.  Þá tekur við um 5klst rútuferð á áfangastað í norður Rúmeníu.
 
Á leiðinni til baka verður brottför frá hótelinu um kl. 03:00 um nóttina en flugið er kl. 10:00 að morgni mánudagsins 18. desember.  Þaðan verður flogið til London, hlaupið á milli flugvéla og þaðan áfram heim.  Áætlaður lendingartími hér heima er kl. 16:00.  Flugáætlun með flugnúmerum má sjá hér að neðan.


FI 542  09DEC  KEFCDG         0750 1210
RO384 09DEC  CDGOTP        1620 2020
RO391 18DEC  OTPLHR         1000 1130
FI 451  18DEC  LHRKEF          1300 1600