U20 - Úrslit

Við minnum á að í kvöld fara fram úrslitaleikirnir í efstu deild á HM í U20 karla. Leikurinn um bronsið hefst klukkan 20.30 að íslenskum tíma. Það eru frændur vorir Svíar sem leika gegn Bandaríkjamönnum sem eru núverandi meistarar en urðu að lúta í lægra haldi fyrir Kanadamönnum.

Leikurinn um gullið hefst klukkan 00.30. Liðin sem leika eru annarsvegar fyrrnefndir Kanadamenn og hinsvegar Rússar. Bæði stórveldi í hokkí í karlaflokki. Liðin léku saman í forriðli og enda sá leikur 6 - 3 kanadamönnum í vil. Staða var þó jöfn eftir fyrstu tvær loturnar 3 - 3 en kanadamenn kláruðu svo leikinn í lokalotunni. Rússar lentu í 5. sæti, á mótinu í fyrra, eftir að hafa tapað fyrir Finnum í leik um 4. sætið. Á mótinu árið 2009 léku Rússar hinsveg um bronsætið og höfðu sigur á Slóvakíu. Það er því von á hörku leikjum í kvöld en á leikina má horfa í beinni útsendingu hér.

Þess má geta að höllin sem leikið er í er í Buffalo og tekur um 18.700 áhorfendur í sæti. Uppselt er á leikinn.

Mynd: IIHF

HH