U20 landslið drengja.

Undanfarna daga og vikur hefur stjórn ÍHÍ rætt málefni U20 landsliðs drengja og þá sérstaklega þátttöku þeirra í heimsmeistarkeppni 3ju deildar sem áætluð er í Norður-Kóreu um miðjan desember. Í ljósi atburða síðustu vikna bæði í efnahags- og gjaldeyrismálum þjóðarinnar hefur stjórn ÍHÍ tilkynnt Alþjóða íshokkísambandinu (IIHF) að ÍHÍ treysti sér ekki til að senda lið til keppni þetta árið. Engin önnur verkefni liggja fyrir varðandi þetta lið, að þessu sinni, en verði breyting þar á mun ÍHÍ að sjálfsögðu vinna í að koma saman landsliði til æfinga og keppni.

HH