U20 landslið

Josh Gribben hefur verið ráðinn þjálfari U20 ára landsliðs Íslands. Unnið era ð undirbúningi íslenska U20 landsliðsins sem heldur til Tallinn í Eistlandi til keppni í 2. deild á HM. Keppnin hefst þann 13. desember og henni líkur þann 19. desember.  Með Íslandi í riðli eru Frakkar, Hollendingar, Spánverjar, Belgar og heimamenn Eistar. Gert er ráð fyrir að æfingabúðir verði haldnar á Akureyri sunnudaginn 24 október en listi yfir þá leikmenn sem valdir hafa verið í æfingabúðir verður birtur fljótlega.

Myndina tók Björn Geir Leifsson.

HH