U20 keppni - Istanbul

Nú eru línur farnar að skýrast varðandi heimsmeistaramótið fyrir U20 karlalandsliðið, þ.e. framkvæmd mótsins. Sjö lið eru skráð til þátttöku og þau eru í styrkleikaröð:

Nýja-Sjáland

Ísland
Ástralía
Tyrkland
Búlgaría
Norður-Kórea
Kínverska-Tapei.

Þar sem liðin eru fleiri en venjulega hefur þeim verið skipt upp í tvo riðla. Þeir eru:

 
A riðill:

Nýja-Sjáland

Ástralía
Búlgaría

B riðill:

Ísland

Tyrkland
Norður-Kórea
Tapei.

Leikir Íslands eru á eftirfarandi dagsetningum og staðartíma:

04.01.10 kl. 16.30 Ísland – Tapei

06.01.10 kl. 16.30 Ísland – Norður-Kórea

07.01.10 kl. 20.00 Ísland – Tyrkland.

Laugardaginn 9. janúar verða spiluð undanúrslit og sunnudaginn 10. janúar verður leikið um brons og síðan silfur/gull. Að sjálfsögðu er ætlast til þess að íslenska liðið nái á toppinn og tryggi sér sæti í 2. deild árið eftir. Þjálfari liðsins er Josh Gribben og fararstjóri er Viðar Garðarsson.

Myndin er tekin þegar U18 lið íslands kleif Kínamúrinn.

HH