U20 Ísland - KínaÍslenska landsliðið tryggði sér í nótt sigur á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Duendin á Nýja-Sjálandi. Liðið vann Kína í síðasta leik sínum á mótinu og lauk því þátttöku sinni með fullt hús stiga.

Liðið er nú þegar lagt af stað heim og ætti á þessari stundu að vera í Auckland á leið í flug til Suður-Kóreu.

Við óskum strákunum til hamingju með sigurinn og bendum á umfjöllun mbl.is um leikinn

Mynd: IIHF

HH