U20 - DAGBÓK - 3. FÆRSLA

Of stór ósigur gegn Suður-Kóreu.

Þá er fyrsti leikdagur að baki og ekki laust við að vonbrigða gæti hjá íslenska liðinu .  Áður en leikur hófst áttu nokkrir leikmenn við flensu og magakveisu að stríða.  Aroni tókst ekki að losa sig við pestina og var ekki með í dag.  Aðrir dældu í sig „töframeðulum“ eins og eplum og eplasafa sem eru eins og allir vita, mjög stemmandi.

Eins og leikurinn spilaðist og þróaðist í dag, átti íslenska liði meira skilið út úr en 6-4 tap í dag gegn sterku liði Kóreu.  Fyrsti leikhluti var hraður og skiptust bæði lið á að sækja án þess að koma pekkinum í netmöskvana.

0-0 var staðan eftir fyrsta leikhluta og íslenska liðið leit virkilega út á ísnum.  En eftir aðeins rúmar tvær mínútur í öðrum leikhluta komust Kóreumenn yfir með marki Lee.  Áður hafði íslenska liðið góða möguleika á að komast yfir, en nýttust þeir ekki sem skildi.  En um þremur mínutum seinna tókst Sturlu Snæ að jafna leikinn efitr stoðsendingu frá varnarparinu Steindóri og Andra Helga.   En við nutum þess aðeins í 5 mínútur því þá komust Kóreumenn aftur yfir með marki Kim.  En strákarnir girtu sig í brók og jöfnu aðeins rúmum þremur mínútum seinna með langskoti frá Andra Helga eftir stoðsendinug frá Birni Róberti.  2-2 staðan og allt mögulegt í stöðunni.  En þá gerðist hið ótrúlega á síðustu einni og hálfri mínutu annars leikhluta skora Kóreumann 3 mörk.  2 í powerplay og eitt, einum manni færri.  Grátlegt að horfa upp á þetta eftir frábæran leik íslenska liðsins fram að þessu.  Förum ekki nánar út í smáatriðin, en mörkin fóru inn og eftir annan leikhluta var staðan 5-2 Kóreu í vil.  Lars þjálfari messaði yfir okkar mönnum í síðasta leikhléinu og spurði okkar menn hvort þeir vildu klára leikinn með sóma og hætta að hugsa og væla yfir þvi sem miður fór í öðrum leikhluta.  Það verður að segjast eins og er, strákarnir brugðust frábærlega við og unnu síðasta leikhlutann 2-1.  Aðeins eftir 16 sekúndur í þriðja leikhluta tókst Sturlu að skora aftur eftir stoðsendingu frá Brynjari Bergmann.  Eftir um tólf mínútna leik höfðu félagarnir vistaskipti og nú skoraði Brynjar eftir stoðsendingu frá Sturlu.  Staðan orðin 5-4 og allt opið aftur.  Því miður varð klaufalegt brot til þess að urðum einum færri í lok leiks og það nýttu Kóreumenn sér enn og aftur og innsigluðu sigur 6-4.  Strákarnir eiga hrós skilið fyrir að koma aftur sterkir inn í leikinn eftir að hafa hreinlega gefið frá sér 3 mörk í þriðja leikhluta.   Maður leiksins hjá Íslandi var valinn Andri Helgason.

Á morgun er leikur við alþýðulýðveldi Kína sem kom upp úr þriðju deild og mætu við fullir sjálfstrausts í þann leik.

ÁAAAAAAAAAAFRAM ÍSLAND

Sigurður Kr. Björnsson

Hér er hægt að sjá nokkar flottar myndir úr leiknum:  http://www.iihf.com/competition/363/statistics.html