U20 ára liðið heldur til Spánar



Landslið karla, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, í íshokkí hélt til Jaca á Spáni í morgun þar sem það tekur þátt í heimsmeistarakeppni í II deild b-riðils.  Mótherjarnir eru Kína, S-Kórea, Belgía, Ástralía og heimamenn Spánverjar. Íslenska liðið sem vann sig uppúr 3. deild í keppni sem haldin var 2012 í Dunedin á Nýja-Sjálandi stefnir að því að halda sæti sínu í deildinni. Fyrsti leikur liðsins er á  gegn Suður-Kóreu nk. laugardag og hefst hann klukkan 12.00. Nú þegar er kominn tengill hægra meginn á síðuna hjá okkur þar sem hægt verður að fylgjast með leikjunum í textalýsingu.

Eftirfarandi leikmenn skipa liðið:

Andri Már Helgason Björninn
Aron Knútson Björninn
Atli Snær Valdimarsson Björninn
Bjaki Reyr Jóhanneson SR
Björn Róbert Sigurðarson Aberdeen Wings
Brynjar Bergmann Björninn
Daníel Steinþór Magnússon SR
Daníel Hrafn Magnússon SR
Falur Birkir Guðnason Björninn
Gudmundur Þorsteinsson Björninn
Gunnlaugur Guðmundsson Björninn
Hafþór Andri Sigrúnarson SA
Ingþór Árnason SA
Kári Guðlaugsson SR
Kristinn Freyr Hermannsson SR
Nicolas Jouanne  SR
Steindór Ingason Revelstoke Grizzlies
Sturla Snær Snorrason  Björninn
Viktor Freyr Ólafsson Björninn
Viktor Örn Svavarsson SR

Þjálfari liðsins er Lars Foder sem um þessar mundir þjálfar meistaraflokk Bjarnarins en honum til aðstoðar er Jóhann Mál Leifsson landsliðsmaður sem einnig vinnur að þjálfun fyrir Skautafélag Akureyrar.

HH