U20 ára landslið Íslands

Landsliðsnefnd ÍHÍ hefur gengið frá ráðningu þjálfara fyrir U20 ára landsliðs Íslands.  Ed Maggicomo, aðalþjálfari Skautafélags Reykjavíkur hefur tekið starfið að sér og hefur nú þegar boðað fyrstu landsliðsúrtöku um komandi helgi.  Hann hefur sent út lista með á fjórða tug drengja sem berjast munu um sæti í liðinu.
Liðið mun svo halda til Litháen skömmu eftir áramótin og taka þátt í Heimsmeistaramóti Alþjóða Íshokkísambandsins 3. deild dagana 3. til 9. janúar 2006.  Mótherjar okkar verða auk heimamanna Litháa, Búlgarir, Armenar og Tyrkir.