U20 æfingabúðir

Fyrr í þessum mánuði var birtur listi þeirra leikmanna sem valdir hafa verið í æfingabúðir vegna U20 landsliðsferðar. Áætlun gerir ráð fyrir að æfingabúðirnar verði á Akureyri fyrstu helgina í nóvember. Ef einhverjir leikmenn sem á listanum eru hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í liðið þá eru þeir beðnir um að láta vita á ihi@ihi.is eða hringja í 514-4075 á skrifstofutíma. Fljótlega verður hægt að birta keppnisfyrirkomulagið sem verður í Tyrklandi en allar líkur eru á að liðunum sjö verði skipt upp í tvo riðla og síðan leikin undanúrslit og úrslit. En meira um það síðar.

HH