U20 - Aðstoðarþjálfari

Vilhelm Már Bjarnason hefur tekið að sér starf aðstoðarþjálfara hjá U20 ára landsliði Íslands. Liðið heldur til Tallinn í Eistlandi í desember til keppni í 2. deild á heimsmeistaramóti Alþjóða íshokkísambandsins (IIHF).

Vilhelm hefur um árabil leikið með Birninum ásamt því að þjálfa yngri flokka félagsins. Vilhelm sótti fyrr á þessu ári þjálfaranámskeið á vegum IIHF sem haldið var í Heidelberg í Þýskalandi.  

HH