U20 - 1. sólahringur. Ítalía

Þá er rétt rúmlega sólahringur liðinn síðan við lögðum af stað frá Íslandi. Ferðin hefur í flesta gengið stóráfallalaust en alltaf er það eitthvað sem þarf að vinna í. Einn landsliðsmaðurinn varð t.d. fyrir því óhappi að týna vegabréfinu sínu og uppgötvaðist það ekki fyrr en fáeinum tímum fyrir brottför. Sem betur fer náðist að útvega honum neyðarvegarbréf um nóttina þannig að hann steig upp í vélina með okkur. Flugið var svona rétt einsog önnur flug og biðin í Amsterdam var mátulega löng þannig að þægilegur tími gafst til að innrita liðið áður en haldið var í legginn til Feneyja. Flugið þangað gekk líka vel fyrir sig og rétt eftir klukkan fjögur að staðartíma vorum við lentir. Eins og stundum áður þegar íslenskt íshokkílið ferðast kom í ljós að eina hokkítösku vantaði, en það er taskan hans Hjartar Geirs. Eins og vanalega var gefin skýrsla og svo er nútímatækni fyrir að þakka að við getum fylgst með hvort taskan er komin í leitirnar eður ei. Einnig höfum við virkjað skrifstofuna hjá mótshöldurum í að fylgjast með og ýta á starfsmenn KLM hér á Ítalíu. Kvöldmatur var snæddur um klukkan níu og stuttu síðar voru allir farnir í háttinn enda búnir að vera á löngu og þreytandi ferðalagi. Í morgun var svo hafist handa við að leita að búnaði fyrir Hjört og síðan tekin létt æfing. Mesta áhyggjuefni þjálfarans var hvað leikmennirnir mæddust fljótt en við erum komnir töluvert hátt í fjöllin. Núna er liðið einfaldlega að bíða efitr að leikurinn hefjist og á meðan sumir leikmennirnir reyna að festa hugann við námsbækur eða horga á vídeó eru aðrir að dunda sér á pool borðinu sem er hérna niður í kjalla. Eftir því sem okkur fararstjórum skildist á fararstjórnarfundi í gærikvöldi þá á leikurinn að vera í beinni útsendingu á netinu. Vonandi getum við komið slóðinni inn en þangað til er þeim sem áhuga hafa bent á að fara á þennan link.