Bólusetningar

Á fundi sem var haldinn í gær með foreldrum voru ræddar bólusetningar. Ég var í sambandi við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í morgun. Eftirtaldar bólusetningar taldi hún ráðlegar:

Lifrarbólga A 

Taugaveikisbólusetning

Stífkrampa barnaveiki og mænusótt. Varðandi þessa bólusetningu þá sagði konan á heilsugæslunni að venjan væri að börn á aldrinum 14-15 ára væru bólusett gegn þessu í skólanum. Leikmenn þurfa að athuga þetta.

Fyrirvarinn er orðinn í styttra lagi svo vinsamlegast drífið í að hafa samband við heilsugæslustöð og ganga frá þessu.

HH