Mexíkó - 2011

Eins og fram hefur komið heldur landslið Íslands skipað leikmönnum 18 ára og yngri til Mexíkó í mars til keppni á HM. Ferðalagið hefur verið í undirbúningi  í þónokkurn tíma og nú eiga öll helstu atriðið að liggja fyrir.

Í síðustu frétt var farið yfir hvernig ferðatilhögunin væri. Um er að ræða langt ferðalag sem tekið verður í tveimur leggjum. Nú liggur hinsvegar fyrir hver kostnaðurinn á hvern leikmann er en hann er kr. 80.000.-

Undanfarin ár hefur ÍHÍ haft milligöngu fjáröflun þar sem sambandið hefur séð um kaup á harðfisk sem ætlaður er til endursölu. Svo verður einnig að þessu sinni. Aðrar góðar hugmyndir um fjáröflun eru vel þegnar.

Um framkvæmd HM-móta.

Heimsmeistaramót á vegum Alþjóða íshokkísambandsins (IIHF) eru u.þ.b. 25 á ári hverju. IIHF tilnefnir svokallaðan Directorate, sem oftast er stjórnarmaður í IIHF. Hann hefur yfirumsjón með mótinu og sér til þess að öllum kröfum IIHF sé mætt.
Reglan er sú að mótshaldari skal taka á móti liðum á flugvelli. Mótshaldarinn sér algjörlega um allar ferðir sem liðið þarf að fara vegna keppninnar. Einnig sér hann um að útvega hótel og fæði. Gerðar eru kröfur um að keppnir hafi lækni og sjúkraflutningafólk ávallt til staðar. Það má því segja að öll þjónusta sem liðið þarf sé til staðar.

Varðandi frekari upplýsingar má senda póst á ihi@ihi.is eða hringja í síma 514-4075.

Myndin er tekin árið 2007 þegar U18 ára landslið Íslands ferðaðist til Peking í Kína. 

HH