8. dagur í Narva

8. dagur Narva
 
Þá er síðasti leikdagurinn runninn upp.  Staðan fyrir síðasta leik var sú að Ísland og Serbar voru með jafnmörg stig eða 3.  Við áttum fyrsta leik dagsins við Rúmena.  Strákarnir byrjuðu af krafti og náði TommiT forystu á 6. mínútu eftir stoðsendingu frá Birni Róberti.   Á stuttu millibili á 12. mínútu fáum við á okkur annars vegar hooking dóm og hins vegar 2 plús 10 fyrir fyrir checking to the head.  Þetta notfærðu Rúmenar sér og jöfnuðu leikinn 1-1, en við aðeins með þrjá útileikmenn á svellinu.  Hálfri mínútu síðar nýta sér Rúmenar aftur power-playið og komast yfir 1-2 og þannig lauk fyrsta leikhlutanum og við síst lakari aðilinn. 
Í byrjun 2. leikhluta fuku tveir Rúmenar með stuttu millibili í boxið og nýttum við það okkur þegar Jói Leifs jafnaði eftir stoðsendingar frá Ingó og Birni Róberti.  Rúmenar komust aftur á ný yfir á 36. mínútu og juku forskotið í 4-2 á þeirri 39. og þannig lauk öðrum leikhluta.
Strax í byrjun á 3ja leikhluta eða á 43. mínútu skoraði Björn Róbert gott mark og staðan 4-3 og við svo sannarlega ennþá inní leiknum. Þremur mínútum síðar gerði dómarinn afar afdríkarík mistök fyrir okkur þegar hann flautaði á okkur leikdóm fyrir að tefja leikinn við skiptingu, en hann hafði aldrei sett upp hendina sem er til marks að skiptingu eigi að ljúka. Og við máttum missa mann í boxið og það nýttu Rúmenar sér og komust stuttu síðar í 5-3.  Og nú var á brattann að sækja fyrir okkar menn. Aftur fáum við á okkur liðdóm fyrir of marga á ís og Rúmenar nýtja sér það á 53. mínútu og komast í 6-3 og á 57. mínútu skora þeir sjöunda markið og það urðu lokatölur leiksins.  Eins og sést skora Rúmenar mikið af powerplay mörkum á okkur og munur á liðinum ekki eins mikill líkt og tölurnar segja til um.  Leikmaður leiksins í okkar liðið var valinn Arnar Bragi Ingason.  Besti leikmaður líðsins í keppninni var valinn Ólafur Hrafn Björnsson.
Nú lá það fyrir að við þyrftum að treysta á Króata í næsta leik, þe. að þeir myndu vinna Serbana og þannig myndum við halda okkur uppi, þar sem við höfðum betur í innbyrðisviðureign liðanna.  Króatar náðu forystunni 1-0, en Serbum tókst að jafna.  Ekki myndi það duga okkar því ef leikurinn myndi enda jafntefli fengju bæði lið stig og þar með væru Serbar komnir upp fyrir okkur.  Króatar skorðu næstu tvö mörk leikins og leiddu 3-1 og staðan nokkuð góð fyrir okkar lið.  En Serbar léku eflaust sinn besta leik á mótinu, neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í 3-2.  Þegar um hálfmínúta er af venjulegum leiktíma taka Serbar markmann sinn út og bæta við 6. sóknarmanninum.  Eftir face-off inni á vallarhelmingi Króta berst pökkurinn aftur fyrir mark þeirra og framm fyrir markið.  Þar stóð einn Serbi við fjærstöng og tókst að skora og jafna þannig leikinn 3-3 og aðeins 15 sekúndur af leiknum.  Aðeins eftir að taka miðju og leikurinn fjaraði út og endaði með jafntefli.  Fór í framlengingu, en Króötum tókst að knýja fram sigur í vító.  Þetta var okkur íslendingunum sár vonbrigði, því þarna vorum við svo sárgrætilega nálægt því að ná settu markmiði fyrir keppnina, en það var að halda sætinu í deildinni.  Við vissum fyrirfram að til þess þyrftum við að vinna Serba, en Serbar komu á óvart og unnu Eista í fyrsta leiknum, þar sem Eistar léku ekki með sitt sterkasta lið.  Það mun því bíða U18 liðsins það hlutskipti að leika í 3. deildinni að ári og það er ekkert sem heitir að upp skal haldið i þá aðra aftur.  Í ár var mikil endurnýjun í liðinu, og margir okkar af ´94 árgangi, en þeir elstu sem leika í U18, eru fæddir 1992.  Keppnin núna er þessum leikmönnum dýrmæt leikreynsla, og ef þessi kjarni heldur áfram að æfa, spila og sýna þær framfarir, sem þeir hafa sýnt til þessa, verður ekki spurning að við munum spila aftur í 2. deild að tveimur árum liðnum. 
Eftir  að hafa  horft á síðasta leikinn á milli Eista og Ítala (1-13) var haldið heim aftur á hótel, náð í farangurinn, hver og einn fékk nestispakka, 2 brauðsneiðar, flösku af vatni og mandarínu með í nestisboxið.  Reiknuðum við frekar með spagettí og einni kartöflu eða svo.  Lagt var af stað niður í skautahöll um miðnætti og náð í hokkíútbúnaðinn.  Um kl. hálf eitt að nóttu til var svo lagt í hann með rútunni frá Narva og áfangastaður, alþjóðaflugvöllurinn í Tallinn.  Ferðin tók rétt rúma 3 tíma og lítið að segja frá henni, flest allir sváfu í sætum sínum (sumir á gólfinu) á leiðinni.
Flugið kl. 06:40 frá Tallinn til Kastrup tók um einn og hálfan tíma og þegar þangað var komið  lögðu menn undir sig krakkahornið í Kastrup, lögðu sig þar, sumir horfðu á eitthvað í tölvunni sinni, aðrir léku sér í þeim leikjatölvum sem  eru  þar í boði. Flugið til Keflavíkur kl. 13:30 og lent í Keflavík kl. 15:30.  Ferðin að baki og allir komnir heilir heilsu heim eftir langa og stembna ferð frá Narva og reynslunni ríkari.  Ekki náðist það takmark sem sett var í upphafi, en ferðin engu að síður mjög mikilvæg og sérstaklega fyrir þá sem voru að fara í slíka ferð í fyrsta skipti, mikilvæg inneign í reynslubankann sinn.
Undirritaður vill nota tækifærið og þakka öllum í hópnum fyrir einstakalega skemmtilega ferð.  Sergei þjálfara, sem leggur mikla vinnu í þetta, er mjög faglegur í öllum undirbúningi, skipulagningu og öllu utanumhaldi.  Hópurinn var í mjög góðum höndum fararstjórnarinnar, Óli Sæm fararstjóri, Ingi liðsstjóri, og síðast en ekki síst Gauti læknir.  Allir þessir menn unnu mjög gott og fórnfúst starf til þess að gera ferðina eins skemmtilega og áhyggjulausa eins og raun bar vitni.  Strákarnir voru þjóðinni og síðast en ekki síst sjálfum sér til mikils sóma í þessari ferð. 
 

 
 
 
 
Sigurður Kr. Björnsson