Fundur og fiskur

Þá er harðfiskurinn kominn í hús. Verð á honum er 1775 krónur og hann er seldur á 2500.- Hver pakkning er 400 gr. og verðið alveg samanburðarhæft við Bónus og Kolaportið. Við höfum yfirleitt haft þá venjuna að fyrstur kemur fyrstur fær. Fiskurinn kemur að vestan og einsog er erum við bara með ýsu en ef mikil eftirspurn er eftir steinbít þá bætum við honum við.
Síðan er pantað meira ef þurfa þykir. Gert er ráð fyrir fundi um ferðina á mánudaginn klukkan 17.15 og er hann í Egilshöllinni. Ég geri ráð fyrir að handbókin verði komin út fyrir þann tíma og í framhaldi er hægt að spyrja spurninga ef einhverjar eru. Fundurinn er aðallega ætlaður foreldrum en leikmönnum er að sjálfsögðu velkomið að mæta ef þeir hafa áhuga á.

HH