Ýmislegt

Nú er verulega farið að styttast í ferðalagið. Leikmenn eru beðnir um að mæta stundvíslega í Egilshöllina á föstudaginn því ýmislegt þarf að gera. Ganga þarf frá hjálmum á alla (þ.e. þá sem hafa ekki hvíta), afhenda töskur og treyjur ásamt öðru því sem fylgir. Mætið því frekar fyrir auglýstan tíma en eftir. Leikmenn eiga að koma með vegabréf sín á föstudaginn og afhenda fararstjóra. Þeir sem eiga eftir að greiða eru vinsamlegst beðnir að gera það hið fyrsta.

Birti æfingaplan helgarinnar hér aftur: 

Föstudagur 06.03.2009

19:30 Fundur í Egilshöll
20:15 Leikur: U18-London

Laugardagur 07.03.2009

08:30 Fundur í Laugardal
09:00-10:00 Ísæfing
10:00-10:30 Liðsfundur

HH