Gjaldeyrir - foreldrar

Nokkrar spurningar hafa vaknað varðandi gjaldeyri og fleira þess háttar. Varðandi tyrknesku líruna þá er eini staðurinn sem við vitum að hún fæst á Forex. Töluverður munur er á kaup- og sölugengi. Öll gisting og fæði er greitt af mótshöldurum. Helsta eyðsla drengjanna er því veitingar á flugvöllum og eitthvað smálegt á meðan á keppni stendur. Hér ætti ekki að vera um stórar upphæðir að ræða og eitthvað var um að leikmenn notuðu debetkort til að greiða það sem þurfti í Tyrklandi á síðasta ári.

HH