Handbók

Eins og ævinlega gefum við út handbók með ýmsum upplýsingum bæði fyrir leikmenn og foreldra þeirra. Jakkinn sem liðið fær að þessu sinni er svartur og því æskilegt að leikmenn séu í buxum sem passa við þegar þeir ferðast og koma til leiks. Greiðslutilhögun kemur hérna á síðuna síðar í dag eða á mánudaginn. Hokkítöskur sem leikmenn nota undir búnað sinn og koma frá okkur eru á leið til Akureyrar fyrir þá leikmenn sem þar búa. Leikmenn sunnan heiða fá sínar töskur afhentar í æfingaleiknum nk. föstudag. Ganga þarf frá fríum í skóla fyrir leikmenn og er það gert með sama hætti og fyrir æfingahelgar. Þ.e. póstur er sendur á ihi@ihi.is með nafni og kennitölu leikmanns. Einnig þarf að fylgja tölvupóstfang þess sem sér um þessi mál innan skólans sem leikmaðurinn er í. Ef það er ekki vitað þá þarf að fylgja um hvaða skóla er að ræða.

HH