Æfingar um komandi helgi

Þá fer að styttast í næstu æfingabúðir hjá U18 liðinu. Sergei er búinn að senda út lista með þeim leikmönnum sem hann vonast til að sjá um komandi helgi og hann má finna hér. Dagskráin hefur ekkert breyst frá því hún var gefin út síðast en ef einhverjar spurningar eru þá hafið annaðhvort samband á ihi@ihi.is eða á sergei@bjorninn.com. Erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um mótið hjá IIHF og því erfitt að segja til um kostnað vegna þátttöku en vonandi verður hægt að koma því betur á hreint fyrir næstu helgi.

HH