Síðasta æfing fyrir brottför

Á laugardaginn verður síðasta æfing U18 ára liðsins fyrir brottför til Tyrklands á sunnudaginn.  Æfingin fer fram í Egilshöll og er mæting í skautahöllina kl. 17:30.  Fulltrúar úr fararstjórn verða á svæðinu og verður leikmönnum afhentur útbúnaður fyrir ferðina m.a. hokkítöskur.  Íshokkísambandið hefur fjárfest í hokkítöskum fyrir landsliðin sem er m.a. gert til að minnka líkurnar á yfirvikt.  Töskurnar eru einfaldar í sniðinu og koma frá Bauer og eru án hjólabúnaðar,( enda slíkur búnaður frekar ætlaður flugfreyjum en hokkíleikmönnum ).