Breyting á fararstjórn

Sú breyting hefur verið gerð á fararstjórn að Sigurður Sigurðsson fer úr henni þar sem hann mun taka við fararstjórn karlalandsliðsins í stað Viðar Garðarssonar, en Árni Geir mun taka stöðu fararstjóra í hans stað.  Sigurður er áfram einn af tengiliðum ferðarinnar sem formaður landsliðsnefndar og því er öllum óhætt að halda ófram að "ónáða" hann sem aldrei fyrr. 
Mikil vinna fer nú fram við undirbúning ferðarinnar og eru fararstjórn, nefndarmenn og framkvæmdarstjóri ÍHÍ að störfum alla daga fram að brottför.  Ef einhverjar eru spurningarnar þá er um að gera að hafa samband við einhvern úr hópnum - öll mál verða leyst fljótt og örugglega.