22.02.2007
Nú á að vera komið bréf til Sergei vegna fría í skólum. Munið að bréfið er nafnlaust þannig að þið verðið að láta nafnið ykkar fylgja þegar þið leggjið það inn í skólunum. Þeir sem búa fyrir norðan geta nálgast bréfið hjá Sigurði S. Sigurðssyni.
Vegabréf allra eru nú farin í Kinverska sendiráði og koma til baka um miðja næstu viku. Við verðum í sambandi eftir það.
Nú þarf að fara að greiða ykkar hluta í ferðinni. Ykkar hlutur er kr. 50.000.- og hann er greiddur í Úrval-Útsýn. Síminn þar er 585-4000. Þið biðjið um Sesselja, hún kannast við málið. Greiða má með greiðslukorti.
Miðvikudaginn 7. mars er frídagur frá keppni. Þann dag munum við fara í ferð, sem skipulögð er af mótshöldurum, ferðinni er heitið að skoða Kínamúrinn. Aðgangur er greiddur af leikmanni. Einnig er frídagur 10. mars en ekki hefur verið ákveðið hvort eitthvað sérstakt verður gert þann daginn.
Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk frá ferðaskrifstofu er auðveldara að skipta dollurum heldur en evrum. Á netinu rakst ég á veðurvef sem sagði að meðalhitastig í Peking í mars væri +5 C gráður.
Eins og þið hafið kanski rekist á í fréttamiðlum þá runnu upp áramót í Kína nú fyrir fáeinum dögum. Kínverjar fögnuðu því að ár svínsins væri runnið upp. Svínið á að veita gæfu og velmegun. Í ár er hins vegar ár gyllta svínsins sem einungis gerist á sextíu ára fresti.
Einsog þið sjáið þá er eitt og annað aðeins öðruvísi en hjá okkur. Þið munuð t.d. komast að því að maturinn þeirra og okkar er töluvert ólíkur. Munið bara að njóta ferðalagsins, það er ekki á hverjum degi sem menn taka sig upp og fara til Kína.
HH