Til athugunar

Þeir sem mæta í æfingabúðir um næstu helgi eiga að hafa með sér vegabréfin sín. Þau þarf að senda í kínverska sendiráðið til að fá á þau áritun vegna ferðarinnar (tekur u.þ.b. viku). Einnig barst okkur ábending frá foreldra varðandi hvort þarf að bólusetja fyrir ferðalagið. Samkvæmt heilsugæslustöðinni sem ég hringdi í er það ekki skylda en talið mjög æskilegt. Það þarf að gerast 2-3 vikum áður en farið er svo að vinsamlegast ræðið þetta við foreldra ykkar og pantið tíma hjá lækninum ykkar fljótlega ef þið ætlið að gera þetta. Það má svo alltaf pósta á ihi@ihi.is ef það eru einhverjar spurningar.