Foreldrar leikmanna - Bejing

Nú stendur yfir undirbúningur vegna ferðar U18 landsliðsins til Bejing. Verið er að kanna með flugför ofl. sem viðkemur ferðinni. Ákveðið var að athuga hvort einhverjir foreldrar hefði hug á að fylgja leikmanni út og nýta sér þá þau verð sem ÍHÍ standa til boða. Ferðalagið hefst þann þriðja mars og því lýkur síðdegis þann tólfta mars. Ef áhugi er fyrir hendi þá sendið póst á ihi@ihi.is eða hafið samband við Hallmund í síma 822-5338.