U18 - Tyrkland

Okkur hefur borist nokkuð af fyrirspurnum varðandi ferð U18 landsliðsins til Tyrklannds. Undanfarnar vikur hefur ÍHÍ verið í samkiptum við skrifstofu Alþjóða Íshokkísambandsins (IIHF) varðandi staðsetningu keppnisstaðs og fleira sem er ferðalaginu tengt. Engin niðurstaða er komin í málið ennþá en vonandi næst hún fljótlega eftir helgi, enda styttist óðum í að mótið hefjist.

Myndina tók Kristján Maack af heiðursfélaga ÍHÍ Dr. Gauta Arnþórssyni þegar U18 ára lið Íslands fór til Kína árið 2006.

HH