U18 - mikilvægur dagur framundan

2017 IIHF ICE HOCKEY U18 WORLD CHAMPIONSHIP Div. II Group B er í fullum gangi og nú er komið að síðasta degi mótsins.  Má segja að spennan sé í hámarki, allir leikir mikilvægir og staðan ótrúleg.

Astralía, Spánn, Serbía og Holland eru öll með 9 stig fyrir daginn í dag, Belgia og Ísland reka lestina og eiga þessi tvö síðast nefndu leik núna kl 16:30 í dag og er því einn mikilvægasti leikur Íslands í mótinu.  Með sigri í þessum leik halda drengirnir sér í núverandi styrkleikaflokki.

Okkar lið er búið að hafa það gott í Belgrad, eftir að hafa byrjað ferðina í Novi Sad. Eins og oft áður á svona mótum þá er ferðin löng og ströng, talsvert um meiðsli en góða skapið og vináttan mögnuð.  Við höfum haft gaman að ferðinni og allir reynslunni ríkari.

Leggjum af stað til Íslands kl 4 í nótt.  Sjáumst hress og kát. Áfram Ísland.