U18 liðið í Erzurum

Nú fer að styttast í fyrsta leik U18 ára liðsins gegn Búlgörum. Leikurinn hefst klukkan 15.30 að staðartíma en þá er klukkan 13.30 að íslenskum tíma. Þeir sem vilja fylgjast með er bent á að Alþjóða íshokkísambandið heldur úti lýsingu af leiknum. Í henni koma reyndar bara fram mörk og refsingar en fyrir áhugasama er það góð byrjun. Tengill verður á meðan á keppninni stendur hægra meginn á síðunni hjá okkur undir "Bein útsending".
Ferðalagið fór eftir áætlun en læknir liðsins Björn Geir Leifsson hefur tekið að sér að halda dagbók liðsins og munu allar sendingar frá honum birtast undir U18 tenglinum hér vinstra meginn á síðunni. Vonandi sendir hann okkur sem mest því ég veit að fenginni reynslu að pistlar þessir eru lesnir af mörgum. 

HH