U18 landsliðsúrtak um helgina

Um helgina fer fram úrtak fyrir U18 ára landsliðið.  Ed Maggiacomo hefur smalað saman hópi vaskra sveina til strangra æfinga og mun hann freista þess að velja úr hópnum 20 hæfustu einstaklingana.  Næsta æfing/úrtak verður á Akureyri föstudaginn 3. mars.
 
U18 ára landsliðið mun taka þátt í 2. deild Heimsmeistarakeppni Alþjóða Íshokkísambandsins dagana 15. - 21. mars n.k. og að þessu sinni fer keppnin fram í Kaunas og Elekrenai í Litháen.  Mótherjar liðsins verða; Austurríki, Króatía, Bretland, Litháen og Mexíkó.