U18 framtíð

Nú eftir að ljóst er að íslenska landsliðið skipað leikmönnum 18 ára og yngri vann sig upp um deild eftir HM í Erzurum er ekki úr vegi að athuga hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir liðið á næsta ári. Í A-riðli 2 deildar voru það S-Kóreumenn sem fóru upp en Mexíkó féll í 3ju deild. Í B-riðli 2. deildar voru það Bretar sem fóru upp en Kínverjar niður í 3 deild.

Keppni í fyrstu deildinni á HM er ekki lokið og þvi liggur ekki enn ljóst fyrir hvaða lið koma niður í aðra deild.

Íslenska liðið hefur á síðustu árum spilað við spánverja, kínverja og serba og átt ágætis möguleika gegn þessum liðum. Með góðum undirbúningi á liðið því að eiga ágætis möguleika á að halda sér uppi.  

Myndina tók Björn Geir Leifsson

HH