U18 ára liðið vinnur í Mexíkó

Strákarnir í U18 ára landsliði Íslands sigruðu Mexíkó 4:3 eftir vítakeppni, í úrslitaleik B riðils 3. deildar heimsmeistaramótsins í Mexíkó og unnu sér þar með sæti í 2. deild að ári. Fyrir leikinn höfðu bæði lið þ.e. Ísland og heimamenn í Mexico unnið alla sína leiki með nokkrum yfirburðum og því um hreinan úrslitaleik að ræða.ÍHÍ óskar liðinu til hamingju með þennan frábæra árangur!

Andri Már Helgason var valinn maður leiksins í íslenska liðinu. Maður mótsins í íslenska liðinu var valinn Jóhann Már Leifsson. Í kjöri um bestu leikmenn eftir stöðum var Ingólfur Tryggvi Elíasson valinn besti varnarmaður mótsins.
Sjá nánari umfjöllun á http://www.pressan.is/hokkipressan og http://mbl.is/sport/frettir/2011/03/20/islendingar_fengu_gullid_i_mexiko/