U18 ára liðið hélt utan til Rúmeníu í morgun

Snemma í morgun hélt undir 18 ára landslið Íslands af stað til Rúmeníu til þátttöku í heimsmeistaramóti IIHF. Þar mæta þeir Króatíu, Ungverjalandi, Litháen, Mexíkó og gestgjöfunum Rúmenum. Þetta er mjög sterkur riðill og ljóst er að strákarnir okkar verða að sýna allar sínar bestu hliðar þannig að liðið haldi sæti sínu í riðlinum. Fyrirfram eigum við mesta möguleika á móti Mexíkó. Leikirnir eru sem hér segir á staðartíma í Rúmeníu (2 klst á undan okkur):

Mánudag kl 13:30 Ísland - Króatía

Þriðjudagur kl 13:30 Ungverjaland - Ísland

Miðvikudagur hvíldardagur

Fimmtudagur kl 20:30 Rúmenía - Ísland

Föstudagur kl 17:00 Litháen - Ísland

Laugardagur hvíldardagur

Sunnudagur kl 17:00 Ísland - Mexíkó

Reynt verður eftir fremsta megni að koma hér inn fréttum af frammistöðu strákanna jafn harðan og þær berast.    ÁFRAM ÍSLAND