U18 ára landslið


Ákveðið hefur verið að Ævar Þór Björnsson muni verða Vilhelm Má Bjarnasyni þjálfara U18 ára landsliðs til aðstoðar í komandi HM-móti sem fram fer í mars nk.

Ævar Þór hefur um árabil varið mark SR-inga ásamt því að hafa leikið með öllum landsliðum íslands í íshokkí. 

Einum leikmann hefur einnig verið bætt í U18 ára hópinn en það er leikmaður Skautafélags Reykjavíkur, Júníus Þorsteinsson.

HH