U18 ÁRA FERÐALAG TIL BELGRAD - 5. FÆRSLA

Frá æfingu liðsins
Frá æfingu liðsins

Nú er komið að því að loka ferðinni. Einsog flestir vita vonandi vann íslenska liðið síðasta leikinn sinn í keppninni en þá mætti liðið Ástralíu og fóru leikar svo að íslenska liðið skoraði fimm mörk en andfætlingarnir tvö. Með sigrinum hélt íslenska liðið sæti sínu í 2. deild annað árið í röð sem að sjálfsögðu mjög ánægjulegur árangur. Þeir Daníel Steinþór og Daníel Hrafn Magnússynir sem gerðu tvö mörk hvor í leiknum og fimmta markið átti Ingþór Árnason sem jafnfram var valinn leikmaður íslenska liðsins í mótslok.

Liðið okkar að þessu sinni var frekar ungt að árum og margir leikmannanna eiga vonandi eftir að fara aftur með U18 liðinu til keppni í framtíðinni. 

HH