U18 á ferðinni VI

Tók því miður ekki mikið af myndum í dag en hér er smá samantekt. Vídeóin eru í fullri lengd í möppunni góðu.
Eins og þið vitið þá náðum við að landa sigri enn einu sinni með dramatískum hætti. Þessir snillingar eru ekkert að fara auðveldu leiðina að þessu.
Staðan er þá sú eftir alla leiki dagsins að við erum efstir með 10 stig og svo koma þrjú lið með 7 stig. Þetta þýðir að okkur nægir jafntefli í leiknum gegn Ísrael. Ef við hinsvegar töpum þá kemur gæti komið upp mjög flókin staða sem ég ætla ekki að hætta mér út í núna. En við ætlum okkur að vinna leikinn. Það hefur aldeilis sýnt sig að ýmislegt getur gerst ef liðin eru of værukær. Þessvegna er engan veginn óhætt ap spila upp á annað en sigur.
Meira á morgun. Góða nótt.