U18 á ferðinni IV

Við höldum áfram að henda hérna inn foreldradagbókinni af Facebook. Myndbönd og myndir eru svo á sínum stað einsog áður.

Eins og þið sjáið þá skemmtu nýliðarnir okkur vel í gærkvöldi. 
Annars var dagurinn í rólegri kantinum hjá þeim. Verslunarmiðstöðin sem þeir röltu olli vonbrigðum og varð bæjar röltið stytt og skunduðu menn bara upp á hótel. Þar náðu sumir að hvíla sig meðan aðrir voru að undirbúa kvöldið.
Eftir kvöldmat var svo vídeó fundur þar sem fyrsti leikurinn var krufinn til mergjar.

Í beinu framhaldi var svo haldið skemmtikvöld og hér fylgir smá úrdráttur af því.

Nú eru menn hinsvegar ný komnir af æfingu og eru að slaka á og undirbúa sig fyrir leikinn gegn Mexíkó.


Kveðja, Árni Geir