U18 á ferðinni III

Í dag er enginn leikur hjá okkur. En að sjálfsögðu er æfing og strákarnir mættu á svellið kl. 9:15. Fyrsta verk var að stilla sér upp fyrir ljósmyndara til þess að taka liðsmynd. Og eins og þið sjáið þá er þetta glæsilegur hópur.

Eftir hádegi verður farið í smá bæjarrölt og litast aðeins um í borginni.

Leikurinn í gær var gríðarlega spennandi eins og þið vitið nú þegar. Drengirnir fóru erfiðu leiðina að þessu en sýndu virkilega hvað í þeim býr og lönduðu loks sigrinum. Við megum vera stolt af þessum hörkutólum.

Læt fylgja mynd af liðinu. Svo eru komnar fleiri myndir í möppuna líka.Kveðja, Árni Geir