U18 á ferðinni

Á meðan HM-mót í karlaflokki er undirbúið á fullu hérna heima er U18 ára liðið okkar statt í Taívan á HM-móti þar. Árni Geir fararstjóri hefur skrifað fréttir á facebook síðu liðsins til að halda foreldrum unganna upplýstum um hvað er í gangi. Við skellum parti af því hér á síðuna hjá okkur svona til að halda sögunni til haga. Fyrstu færslur eru því orðnar fáeinna daga gamlar.

Góðan daginn Ísland,
Ég hef því miður ekki náð að setjast niður til þess að skrifa pistil yfir þá daga sem þegar hafa liðið. En allt hefur gengið ljómandi vel. Meira að segja skilaði allur farangurinn sér sem hefur aldrei gerst þi þeim ferðum sem ég hef farið hingað til.
Því er ekki að leyna að það var þreyttur hópur sem mætti hingað til Taipei í seinnipartinn í gær. 
Okkur var skutlað beint upp í höll þar sem við fengum að koma dótinu okkar fyrir. Okkur brá svolítið þar sem búningsherbergin sem okkur er boðið upp á eru bæði lítil og án alls. Þ.e. engir bekkir, snagar, sturtur eða klósett.
En við erum ekkert að væla og reynum að gera það besta úr þessu.
Mótshaldararnir eru ekki með mikla reynslu af mótahaldi, þannig að það er ýmislegt sem má bæta og mér sýnist að þau séu öll að vilja gerð til að gera allt sem þau geta.

Hótelið er mjög fínt og þjónustan þar líka. Það fer vel um alla og öllum líður vel.
Fyrsti leikur í kvöld kl. 20:00 gegn heimamönnum. Strákarnir klárir í slaginn og ætla sér að taka vel á því.
Því miður er ekkert streymi frá leikjunum að þessu sinni. En hægt að fylgjast með hér http://www.iihf.com/competition/484/statistics/

Ég reyni að taka svolítið að myndum og hér eru nokkrar. Kem til með að setja inn í þessa möppu ef þetta virkar hjá mér. Megið endilega láta mig vita ef svo er ekki. 
Hér er linkurinn https://plus.google.com/…/107374…/albums/6128946632327245585

Verð að rjúka núna en hendi inn fleiri fréttum um leið og ég get.

kv, Árni Geir