U-20 vann pressuliðið 7 - 5

Í kvöld föstudagskvöld léku undir 20 ára landslið Íslands og pressulið sem sett var saman af mfl. mönnum að mestu í Skautahöllinni í Laugardal. Leikurinn var hin besta skemmtun og var hart tekist á.

Leiknum lauk með sigri U-20 7 -5, U-20 ára liðið var að sýna á köflum góða takta og er greinilega til alls líklegt í för sinni til Mexíkó sem að hefst á morgun laugardag.

Mörk U-20 skoruðu, Gauti Þormóðsson 2, Daníel Eriksson 1, Patrik Eriksson 1, Þorsteinn Björnsson 1, Úlfar Andrésson 1 og Steinar Páll Veigarsson 1

Mörk pressuliðsins skoruðu Rúnar Rúnarsson 1, Ágúst Ásgrímsson 1, Gunnar Guðmundsson 1, Stefán Gunnarsson 1, Ingvar Þór Jónsson 1.