U-20 - Pressulið Sergei 7 - 6

Mjög fjörugur og skemmtilegur leikur var í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöldi þegar undir 20 ára landslið Íslands lék við Pressulið Sergei Zak.

Nokkuð mikil eftirvænting var fyrir leikinn, bæði það að U-20 liðið okkar hefur líklega sjaldan verið sterkara og svo hitt að núna var búið að setja saman öflugt pressulið sem mundi veita drengjunum verðuga keppni. Sergei Zak hafði í sínum röðum leikmenn eins og Jónas Breka Magnússon, Ingvar Þór Jónsson sem báðir leika í 1. deildinni dönsku, og svo þrjá fyrirliða þá Björn Már Jakobsson SA og Helga Pál Þórisson SR og Guðmund Borgar Ingólfsson Birninum svo einhverjir séu nefndir.

 
Leikurinn fór í gang með miklum látum og var hart tekist á, hraðinn var mjög mikill og sýndu bæði lið góða takta, dauðafæri á báða bóga. Eftir fyrsta leikhluta var staðan jöfn 2 – 2
 
Sama var upp á teningnum í fyrri hluta annars leikhluta liðin áttu bæði skemmtileg færi og enn var leikurinn jafn 3 – 3. Gaman var að sjá saman í línu hjá pressuliðinu Sergei, Jónas Breka og Ingvar, greinilegt var að þeir kunnu því vel að leika saman.
 
Pressuliðinu gekk nú betur að nýta sín færi á meðan að eitthvert ólán var á markskotum landsliðins og áttu þeir 4 stangarskot um miðbil leiksins, staðan var því allt í einu orðin 6 – 3. Þá kom ótrúlega skemmtilegur kafli hjá ungu mönnunum þar sem að þeir með harðfylgi náðu að jafna leikinn þegar rétt innan við mínúta var eftir af leiknum. Pressuliðið var ákveðið í því að knýja fram sigur og drógu þeir markmann sinn af velli og léku síðustu sekúndurnar 6 á móti 5 leikmönnum U-20. Þegar innan við 10 sekúndur voru til leiksloka náðu leikmenn U-20 að brjóta á bak aftur sókn pressuliðsins og með glæsilegu langskoti úr eigin varnarsvæði yfir alla leikmenn Pressuliðsins og beint í autt markið náðu þeir að tryggja sér sigur í þessum skemmtilega og spennandi leik.
 
Eftir leikinn tilkynnti síðan Ed Maggiacomo þjálfari U-20 ára liðsins endanlegan hóp sem að fer til Litháen 2 janúar til þátttöku í heimsmeistaramóti Alþjóða Íshokkísambandsins 3 deild.
 
Liðið skipa:
Markmenn
Aron Leví Stefánsson, SR
Sæmundur Leifsson, SA


Varnarmenn
Birki Árnason, SA
Þórhallur Viðarsson, SR
Elmar Magnússon, SA
Kári Valsson, SR
Sigurðir Óli Árnason, SA
Magnús F. Tryggvason, Björninn
Orri Blöndal, SA


Sóknarmenn
Úlfar Jón Andrésson, SR
Steinar Páll Veigarsson, SR
Þorsteinn Björnsson, SR
Gunnar Guðmundsson, Björninn
Jón Ingi Hallgrímsson, SA
Gauti Þormóðsson, SR
Sindri Már Björnsson, SR
Svavar Rúnarsson, SR
Arnþór Bjarnason, SA
Emil Alengaard, Lynköpping
Daníel Eriksson, Nyköpping  Fararstjórn liðsins verður skipuð eftirfarandi mönnum:
Sigurður Sigurðsson, aðalfararstjóri
Gauti Arnþórsson, læknir
Magnús Sigurbjörnsson, fararstjóri
Sigurjón Sigurðsson, tækjatæknir
Helgi Þórisson, aðstoðarþjálfari
Ed Maggiacomo, aðalþjálfari