U-20 helgi

Um helgina fóru fram á Akureyri æfingabúðir fyrir landslið skipað leikmönnum 20 ára og yngri. Búðirnar þóttu takast ágætlega þótt sjálfsagt séu til einn og einn sem getur kvartað. Þessa stundina er Jón B. Gíslason starfandi þjálfari liðsins að fara yfir stöðuna en hópurinn sem valinn var í búðirnar hafði marga sterka leikmenn innanborðs. Gert er ráð fyrir að liðið verði tilkynnt á morgun og verður áhugavert að sjá hverjir hljóta náð fyrir augum þjálfarans.

HH