U-20 ára lið valið.

Nú hefur Jukka Iso-Antilla valið hópinn sem hann heldur með til Canazei á Ítalíu til þáttöku á HM-U20. Hópurinn er undir U20 linknum og einsog vanalega þegar farið er í svona ferð þá þarfnast hún nokkurs undirbúnings. Þ.e. skrá þarf leikmenn inn til Alþjóða Íshokkísambandsins (IIHF) og fleira þess háttar. Þeir leikmenn sem fóru ekki með landsliði í fyrra eða hafa aldrei farið og þeir leikmenn sem hafa týnt vegabréfinu sínu eða það er útrunnið þurfa að hafa samband við mig á ihi@ihi.is.  Eins og fram kemur í fréttinni hefur valinu á hópnum ekki alveg verið lokað en það verður gert á æfingum sem haldnar verða í nóvember.

HH