U-18 liðið lagt á stað til Ungverjalands

Í morgun lagði undir 18 ára landslið okkar á stað til Ungverjalands, liðið okkar á fyrir höndum erfiða keppni þar sem takmarkið er að halda sér uppi í annari deild. Eins og allt hokkí áhugafólk veit vann þetta lið glæsilegan sigur á síðasta ári í þriðjudeild sem leikin var í Sarajevo í Bosníu. Strákanna okkar bíður erfið keppni þar sem vitað er að styrkleika munur á þriðju deild og annarri er mjög mikill.

Ljóst er að leikurinn við Ukraínu á morgun sunnudag verður erfiður fyrir okkur og við eigum varla raunhæfan möguleika fyrr en í þriðja leik á miðvikudag við Belga.

Við öll hér heima á Fróni sendum strákunum okkar hlýjar óskir og baráttu kveðjur.

Rétt er að benda á að hér til hægri er hnappur þar sem hægt er að fylgjast með mótinu.