Tyrkland - Ísland

Frá leiknum í gærkvöld
Frá leiknum í gærkvöld

Í gærkvöld mættust Tyrkland og Ísland í fyrsta leik liðsins í 2. deild HM sem fram fer í Reykjavík þessa dagana. Leiknum lauk með sigri íslenska liðsins sem gerði þrjú mörk gegn tveimur mörkum tyrkneska liðsins. Tyrkneska liðið sem kom upp úr undankeppni á síðasta ári var greinilega ákveðið í að halda sér til baka og verja mark sitt eftir bestu getu. Það þurfti kanski ekki að koma á óvart því markvörður þeirra hefur undanfarin ár spilað í áströlsku deildinni en þess má geta að hún lék ekki með tyrkjum í undankeppninni.

Íslenska liðið sótti því meir í byrjun og í fyrstu lotu áttu þær marktækifæri sem hefðu getað gefið mark  en inn vildi pökkurinn ekki. Í annarri lotunni var íslenska liðið enn sókndjarfara og og Sarah Smiley kom okkar konum yfir á áttundu mínútu leiksins með góðu marki. Um mínútu síðar bætti Anna Sonja Ágústsdóttir við öðru marki en bæði mörkin komu þegar íslenska liðið hafði einn mann í yfirtölu á ísnum. Staðan var því 0 - 2 íslandi í vil eftir aðra lotu og útlitið bara nokkuð gott. 

Íslenska liðið náði ekki að fylgja eftir góðri annarri lotu og tyrknir náðu á stuttum kafla að jafna leikinn en rétt einsog í mörkum íslenska liðsins voru tyrkirnir með yfirtölu á ísnum í bæði skiptin. Það var síðan Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir sem tryggði íslenska liðinu sigur skömmu eftir miðja þriðju lotu .

Leikmenn íslenska liðsins voru nokkuð þaulsætnir í refsiboxinu en það stendur allt til bóta í kvöld þegar liðið mætir Slóvenum en sá leikur hefst klukkan 20.00.

Mörk/stoðsendingar Ísland:

Sarah Smiley 1/0
Anna Sonja Ágústsdóttir 1/0
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir1/0
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 0/2
Lilja María Sigfúsdóttir 0/1
Bergþóra Bergþórsdóttir 0/1
Guðrún Marín Viðarsdóttir 0/1

Refsingar Ísland: 16 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson 

HH