Tveir leikir í meistaraflokki á morgun

Á morgun laugardag, verða tveir leikir á Akureyri í Íslandsmóti meistaraflokks karla.  Það verða Narfi og Björninn sem ríða á vaðið kl. 17:00 en síðan mætast SA og SR kl. 20:00.  Narfi hefur aðeins verið að sækja í sig veðrið að undanförnu og því má reikna með skemmilegum leik við Björninn og gömlu stórveldin SA og SR hafa ávallt boðið upp á mikla skemmtun.
 
Rúnar Rúnarsson sem nýlega gekk í raðir Skautafélags Reykjavíkur mun á morgun leika sinn fyrsta leik gegn Skautafélagi Akureyrar, en hann hefur líkt og flestum er kunnugt alið allan sinn aldur á Akureyri og aldrei klæðst hérlendis öðru en rauðu og hvítu.  Það verður því spennandi að sjá hvernig honum gengur á móti sínum gömlu félögum.