Tveir leikir í meistaraflokki á morgun

Annað kvöld, þriðjudagskvöld, verða tveir leikir í Íslandsmóti meistaraflokks karla.  Í Egilshöllinni munu Bjarnarmenn taka á móti nágrönnum sínum í Skautafélagi Reykjavíkur kl. 19:30.  Á Akureyri mætast kl. 20:00 Skautafélag Akureyrar og Narfi frá Hrísey.