Tveir leikir í Hertz-deild karla í kvöld!

Ingvar (SA) og Michal Danko (SR) um síðustu helgi.
Ingvar (SA) og Michal Danko (SR) um síðustu helgi.

Topplið deildarinnar, SA og Esja, mætast í 41. leik Hertz-deild karla í íshokkí í kvöld.  Fyrirfram má búast við hörkuleik þar sem Esjan er í óðaönn með að reyna að tryggja inn í úrslit og á sama tíma ætlar SA ekki að láta af hendi toppsætið deildinni.
Björninn í Egilshöll eygir enn í vonina að ná sæti í úrslitum með sigri á SR í kvöld. SR-ingar munu eflaust mæta fylktu liði upp í Egilshöll til að saxa á forskot Bjarnarins.

SA og Esja, kl.19:30 í Skautahöllinni á Akureyri
Björninn og SR, kl.19:45 í Egilshöll